Heymæði er algengasta vandamálið í öndunarfærum hrossa hér á landi. Hross á húsi eru í mikið meiri hættu en útigangshross.

Orsök Heymæði getur verið: undanfari lungnabólga eða lungnakvef, mygla eða ryk í heyi, Léleg loftræsting (mengun í húsi).

Einkennin eru
Hesturinn verður oftast móður af engu tilefni,
Hósti,
Nefrennsli eftir notkun,
Flenntar nasi,
Útöndun verður erfið,
kviðöndun og Brjóstkassi hestsins lyftist við öndun, kviður dregst saman við útöndun.

Meðferð við Heymæði er
Ekki gefa hestinum myglað og rykugt hey
Varast ofkælingu
Hafa góða loftræstingu í húsum
Bleyta þurrt hey
Gefa ofnæmislyf, hóstastillandi
Hafa hestinn sem skemmstan tíma á húsi, jafnvel ekkert



Vandamál tengd fóðrun
Snöggar fóðurbreytingar þegar hross eru tekin á hús
Offóðrun á sterku heyi getur valdið svita í nára og jafnvel hrossasótt
Óregluleg fóðrun getur valdið meltingarsleni og hrossasót í versta tilfelli
Ormaveik hross þrífast illa
Offóðrun á próteinum geta valdið exemi, múkki og fax/taglroti
Horaðir hestar þrífast ekki, gætu þurft ormalyf, vítamín, mikla orku
Mygla í heyi veldur heymæði
Vítamín A og D minnka í heyinu við geymslu, Lýsisgjöf síðla vetrar
Tannbroddar geta valdið særindum í kinnum hjá reiðhestum.


Smá svona innslag :)