Heil og sæl !

Ég veit að ég hef ekki verið sem duglegust að skrifa en ákvað að skella inn einni grein sem ég vona að einhver/einhverjir geti haft not af.. :)

Þegar hross eru tekin á hús eftir langa beit þarf að ýmsu að gæta þar sem margt breytist og hefur áhrif á hrossin.
Best er að reyna að fina hey sem ekki er of sterkt og alls ekki mikið gefið til að byrja með.
Næstu daga er gjöfin svo aukin smá saman.

Um leið og hesturinn er kominn í stíuna sína (eða á básinn sinn)
mæli ég með að farið sé að snyrta hófa en ekki strax raka undir faxinu.
Ráðlegast er að bíða í hálfan mánuð - mánuð.
Svo er auðvitað sem enginn má gleyma þ.e. að raspa munnin á hestunum.
Stundum eru hross með orma þegar þeir koma úr hagabeit en best er að bíða með ormalyfin þar til að hrossið hefur vanist fóðubreytingunni.

Misjafnt er í hvernig ástandi hross eru þegar þau koma inn, sum eru orðin spikfeit en önnur horuð (ef ekki er vel að gætt) en lang flest vonandi á góðu ásigkomulagi.

Með feit hross er hinn mesti misskilningur að minnka heygjöf og byrja þjálfun á fullu.
Best er að hafa fyrstu túrana stutta eða aðeins teyma þá með öðrum hrossum.

Við grönn hross aftur á móti á heldur ekki að gefa mikið hey í þeirri von um að fita þau.
Gott er að gefa þeim frekar mat með, sem gefur þeim meiri styrk og fitar þau í leiðinni.

Eitt sem allir verða að hafa í huga - hross eru misjafnlega byggð rétt eins og við mennirnir !

Nauðsynlegt er að hafa salt hjá hverju einasta hrossi í húsinu, sérstaklega hjá þeim hrossum sem mikið er riðið.

Þegar hross hefur verið á húsi í nokkra daga í senn, farinn að venjast heyinu og allt í góðu (vika og uppúr) er fínt að fara að huga að járningu.

Fyrstu túrarnir eiga að vera stuttir, leyfa hrossinu að feta mikið og fara á sínum eðlisgangi. Litlar sem engar kröfur gerðar.

Hross geta fengið strengi (harðsperrur) svo nauðsynlegt er að hleypa þeim út smá tíma í senn og helst alla daga.

Fyrstu vikurnar þegar hross eru hreyfð er alls ekki sniðugt að hreyfa alla daga vikunnar !

Hross í góðu ásigkomulagi er fínt að ríða 2- 4 eða 5 sinnum en hross sem eru í engu formi og voru kannski ekki brúkuð veturinn eða sumarið áður nægir 2 eða 3 skipti í rólegheitum.
Þjálfun er svo aukin markvisst með vetrinum.


Þetta var flest sem ég vildi sagt hafa en ef það eru einhverjar fleiri spurningar, hafið samband !

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: