Gustur frá Hóli er fæddur árið 1988 en það þýðir að hann verður 16.vetra 1.maí.
Gustur er undan Öbbu frá Gili sem er/var bleikstjörnótt og Gáska frá Hofstöðum sem
var grár.
Gustur fæddist sótrauður en einsog með mörg grá hross þá varð hann grár með
tímanum og í dag er hann nánast hvítur.

Þegar Gustur var tekinn undan móður sinni var ákveðið að halda honum gröðum, hann
fór því í graðhestagirðingu á bæ skammt hjá Hóli og var settur þar inn með öðrum
ungum graðhestum.
Skafti þáverandi eigandi hestsins og ræktandi segist hafa þurft að berjast fyrir því
bæði við fjölskyldu sína og aðra bændur um að halda Gusti gröðum, hann hafi verið
áberandi minnstur í girðingunni og nánast faxlaus.
Hinir graðhestaeigendurnir gerðu óspart grín að honum og þeirri þráhyggju að halda
klárnum gröðum…
en það var eitthvað við hann sem heillaði Skafta svo að hann ákvað að halda honum
gröðum.
Klárinn hafði ekki útlitið með sér en miklar og fallegar hreyfingar.
Gustur skánaði svo þegar hann eltist og þroskaðist en alltaf var hann frekar smár og
faxlítill.

En síðan var hann tekinn inná hús á fjórða vetur og þá gekk allt einsog í sögu. Klárinn
var samt enn lítill og þurfti góðan tíma til að taka út þroska og vöðvabygingu og því
ákvað Skafti að fara ekki með hann strax í kynbótadóm.
Síðan beið hann eftir landsmóti og þegar að þvi kom og þeir fóru í úrtökuna og gekk
mjög vel, Gustur hlaut góðar einkunnir og varð einn af þremur hæstu inná landsmót í
sínum flokki.
Ásamt Svarti frá Unalæk og Odd frá Selfossi.
Þeir báðir voru undan Kjarval frá Sauðarkróki og höfðu verið mikið auglýstir klárar
þannig að flestir vissu um hverja var verið að tala. En hinsvegar var Gustur frá Hóli ekki
jafnvíðsfrægur og keppinautar hans.
En Skafti fór bjartsýnn á landsmót með klárinn og vonaði að halda sér allaveganna í
þriðja sæti því að hann var viss um að þegar að samanburðinum kæmi á milli þessara
þriggja hesta var hann viss um að Gustur myndi falla í skugga hinna tveggja.
En engu að síður gerðist það sem fáir áttu von á.
Gustur hlaut hæstu einkunn sem graðhestur hafði áður fengið fyrir hæfileika . (þ.e. upp
að árinu 1994)
Hann hlaut 9.01 fyrir hæfileika sem er engin smá einkunn hjá 6. vetra hesti.
Hann þar með vann 6. vetra flokkinn og eldri á Landsmótinu 1994 með stæl!

Gustur hefur ætíð verið í uppáhaldi hjá mér, þetta er klár sem hefur aldrei þurft að
auglýsa það er alltaf nóg af merum hjá honum.
hann kom seinast fram á Landsmótinu fyrir tveimur árum, með afkvæmum.
Þar hlaut hann HEIÐURSVERÐLAUN fyrir afkvæmi og meðfylgjandi dóm :

Dómsorð:
Afkvæmi Gusts eru tæplega meðalhross að stærð. Þau eru gróf á höfuð en svipgóð.
Hálsinn er stuttur en mjúkur og vel settur. Þau eru hlutfallarétt. Fótagerð er í tæpu
meðallagi en réttleiki frábær. Prúðleiki á fax og tagl er slakur. Afkvæmin eru
skrokkmjúk og hreingeng. Töltið er lyftingargott, brokkið rúmt og skeiðið hreint. Þau
eru þjál í lund og ásækin í vilja.

Gustur gefur fim og þjál ganghross, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og
annað sætið.


Hér koma svo einkunnirnar hans!

Mál: 136-128-133-61-137-3.7-4.5-4-6.4-28-18.5 
  Sköpulag: 7.5 - 8 - 8 - 8 - 8 - 9 - 8.5 = 8.13
  Hæfileikar: 9 - 8.5 - 9 - 9 - 10 - 8.5 - 8.5 = 9.01 

Kynbótamat:

  Hæð: -0.5 Prúðleiki: 94
  Sköpulag: 103 - 106 - 109 - 117 - 94 - 138 - 114
  Hæfileikar: 122 - 125 - 120 - 131 - 129 - 127 - 121  
  Frávik afkv.: 4 Öryggi: 95% 


Afkvæma tölur.

S1988165895 Gustur frá Hóli II
Litur: Grár, fæddur sótrauður

Tölulegar niðurstöður:
Fjöldi dæmdra afkvæma: 73
Fjöldi skráðra afkvæma: 321
Öryggi kynbótamats: 97%
Ræktandi: Elísabet Skarphéðinsdóttir
Eigandi: Hrs. Vesturl., Hrs. Eyf. og Þing. og Hrs. Austurlands


Hérna eru nokkur fyrstu verðlauna afkvæmi undan Gusti og einkunnir þeirra

Blá frá Úlfsstöðum, B:7.90 H:8.54 = 8.28 Efst 5.vetra flokki á HM 2001

Flengur frá Böðmóðstöðum
Sköpulag:   8.0 - 8.0 - 7.5 - 8.5 - 8.0 - 7.0 - 8.5 - 6.5 = 8.00
Hæfileikar:   8.5 - 8.0 - 8.5 - 9.0 - 8.5 - 9.0 - 8.0 - 8.0 = 8.58
Aðaleinkunn: 8.35

Klettur frá Hvammi
Sköpulag:   8.0 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 7.5 - 8.5 - 8.0 - 7.0 = 8.18
Hæfileikar:   8.5 - 8.5 - 9.5 - 5.0 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 8.5 = 8.10
Aðaleinkunn: 8.13

Kraftur frá Bringu
Sköpulag:   7.5 - 8.0 - 8.5 - 8.5 - 8.0 - 8.0 - 8.5 - 8.0 = 8.17
Hæfileikar:   8.5 - 8.5 - 9.0 - 8.5 - 8.0 - 8.5 - 8.5 - 9.0 = 8.54
Aðaleinkunn: 8.39


Þetta er bara lítið brot af góðum afkvæmum undan Gusti!

Jæja vona að þið hafið notið!
————————