Mig langar að segja hérna aðeins frá hvernig hesturinn þróaðist.

Á Esóentíma fyrir um 45 milljónum ára, lifði lítið hestadýr í fenjaskógum Evrópu og Norður-Ameríku. Það var greifill(Hyracotherium) Líka kallaður árhestur(Eohippus) Hann var á stærð við hund og hafði fjórar tær á framfótum og þrjár á afturfótum. Tennur hans voru nánast eins og hnúðar og gátu ekki fullkomlega tuggið fæðuna.

Miðhestur(mesohippus) var uppi á Óligósentíma fyrir 35 milljónum árum. Hann var talsvert stærri en árhestur, eða álíka og kind. Þá þegar var tánum farið að fækka. Þær voru nú þrjár bæði að framan og aftan. Heilinn hafði líka stækkað og fellingum hans því fjölgað.

Með Gróftanna(Merychippus) á Míósentíma, fyrir um 15 milljónum ára, fóru hestadýrin að líkjast mun meira þeim nútímahestum, sem við eigum að venjast. Heilinn hafði enn stækkað og þá var það afar mikilvægt, að dýrin höfðu fengið hákrýnda jaxla, sem gerði þeim mögulegt að hætta laufáti og fara að bíta gras. Af því leiddi aftur, að hestarnir voru sem óðast að þokast út úr skógunum og út á opin grasivaxin svæði. Tærnar voru að vísu enn þrjáe á hverjum fæti, en mestur þungi líkamans hvíldi nú á miðtánni.

Enn hélt þróunin áfram í átt til nútímahests. Á eftir Gróftanna kom fram Nýhestur(Pliohippus) sem var að heita má alveg farinn að lyfta sér upp á miðtána. Hann var líka orðinn stærri, heilabúið hafði enn aukist og tannbygging var komin í endanlegt horf. Hestar urðu aldauða í Norður-Ameríku á Jökultíma og sáust þar ekki aftur, fyrr en á 16.öld þegar spánverjar fluttu þá þangað.

Vona að þið hafið skemmt ykkur yfir lestrinum.