Jæja, loksins kemst ég á hestbak.
Ég hef ekki komist á hestbak í heilt ár, var ólétt og það um sumar þegar mest er um hestaferðirnar, en núna er ég búin að eiga og get farið að koma mér á bak. Ég hef heyrt að konur sem fara á hestbak fyrst eftir að þær eru búnar að eiga börn, verða soldið óöruggar og finna fyrir jafnvægisleysi. Ég fór svo um daginn, og það var alveg yndislegt….Ekkert óöryggi og aldeilis ekkert jafnvægisleysi. þannig að núna get ég hellt mér í það að fara að temja.

Ég mun líklega verða með 2-3 hross svona fyrst, en þau eru ung og fjörug, þannig að það er kannski nóg í bili. Einn er á 5vetur, búið að frumtemja hann. Hann er undan Rúbín frá Mosfellsbæ, fyrir þá sem kannast við hann :) og Þoku frá Kálfsholti, en hún er í minni eign.
Jæja vona að þið hafið skemmt ykkur…..