Ég var að fletta í gömlum eiðfaxablöðum og rakst þá á þessa grein um hnakka..og það er svo fyndið hvað ég gæææti ekki verið meira sammála :)

Beinir Hnakkar:
Það er afar slæmt ef hnakkarnir eru of beinir, þá hvíla þeir fyrst og fremst fram á herðakamb og svo aftur undir, eða á spjaldhrygg. Hreyfingar hestsins valda því að þessir beinu hnakkar færast smám saman framar og enda oft alveg fram á herðakambi.Í þessu tilfelli gengur hesturinn beinlínis hnakkinn fram á sig. þessir beinu hnakkar hafa stundum, af gárungunum, verið nefndir “framsóknarhnakkar” vegna tilhneiginguþeirra að sækja fram. Móttökin valda nokkru um hvar hnakkurinn er á baki hestsins.
Ef þeim er fest framarlega á virkin, kemur það í veg fyrir að hann geti runnið eins langt fram., Sumir hafa þann ósið að gyrða hnakkasvo aftarlega að þeir sitja allt að því á spjaldhryggnum. Til að halda hnakknum svo aftarlega var fundin upp svokölluð stoppgjörð, sem gyrt er fyrir framan hnakkinn svo koma eyrun á gjörðinni í veg fyrir að hnakkurinn renni fram. Styttri og sveigðari hnakkar henta sköpulagi okkar hesta mun betur, enda hef ég þá trú að með aukinni þekkingu okkar og þróun í reiðmennsku eigi þeir eftir að útrýma löngu, beinu hnökkunum, jafnframt fari fólk að velja sér hnakk með það í huga að hvers konar íþrótt það ætar að leggja stund á.

Skrifuð af Erlingi A Ólafssyni.
#16