Ég á 6 vetra klár sem ég keypti fyrir smá pening og það var eitthvað sem klikkaði í gangsettnigu hann er allveg dauðþægur og kann á tauminn ég nota þrískipt mél sem eru með svona lausum hring í miðjunni svo hann geti leikið við það með tungunni. En það sem klikkaði var að hann gengur svokallað brokktölt ég næ ekki allveg að koma töltinu hreynu og ef ég næ að pressa hann og koma honum í hreynt tölt þá liggur við að ég fari hraðar yfir á feti. ég er að spá hvort inhver hafi hérna smá tip fyrir mig ég vill eila ekki missa þennan sykurpúða hann er svo stór og fallegur og á allveg að geta gert þessa hluti.