Í sveitinni hjá mér er stórt stóð en það besta við það er að öll 
hrossin eru tamin, nema tvö. Það eru þau Prins frá 
Eystra-Geldingaolti, undan [IS1999188136] Blæ frá 
Þjórsárholti og Örnu frá Eystra-Geldingaholti. Arna þessi var 
einmitt fjallhross torpedo hér á Huga.is nú sl. haust. Birta frá 
Hamarshjáleigu í Gaulverjabjarhreppi er undan Þokkadísi frá 
Hamarshjáleigu og óþekktum hesti sem ég veit ekki hver er. 
Birta kom til okkar sama dag og Hekla byrjaði að gjósa, eða 
þann 26. febrúar 2000. Birta er að verða 5 vetra og fer líklegast 
í tamningu núna í vetur eða næsta sumar. En þetta er ekki öll 
hrossin hér. En byrjum nú fyrst á aldursforsetunum, þeim 
Krummu og Álfi. 
Krumma er frá Eystra-Geldingaholti og hún er móðir Tinnu 
sem er 5 vetra  og Örnu sem er 14 vetra. Krumma er 22 vetra 
og bæði Krumma og Tinna eru brúnar, Krumma er með stóra 
stjörnu og er tekin að grána. Krumma er ofur-viljug og er aðal 
reiðhrossið mitt. Krumma er með ótrúlega löng vaðbein og 
það tók hálftíma að setja hana á kerru þegar hún átti að fara á 
Löngufjörur. Krumma er mjög leiðinleg þegar maður ætlar á 
bak, hún labbar nefninlega í hringi. Það er mjög gott að smala 
á Krummu.
Álfur frá Eystra-Geldingaholt er undan Glóu frá 
Eystra-Geldingaholti. Álfur er 22 vetra og móálóttur. Álfur er 
fínn reiðhestur en okkur grunar að hann sé jafnvel spattaður 
og sé því ónýtur. Við þurfum greinilega að fara með hann í 
viðgerð. Álfi hefur ekkert verið riðið seinata árið. Greyið, en 
hann er girðingafnatur eins og Máni. 
Máni frá Eystra-Geldingaholti er undan Glóu frá 
Eystra-Geldingaholti og IS1979158390 Viðari frá Viðvík. Máni 
er brúnn með stjörnu sem líkist hálfmána. Máni er 19 vetra. 
Máni er aðal barnahrossið hér, eftir að Ör var felld, 19. 
desember. Ég var ekki viðstödd því en torpedo var það hins 
vegar. Mig langaði ekki að heyra hvellinn en heyrði það samt 
þó svo ég væri komin heim.  Máni er alger girðingafantur eins 
og bróðir hansÁlfur. 
Röðull frá Ásólfsstöðum er rauðtvístjörnóttur, glófextur. Röðull 
er 13 vetra og við vitum ekkert um ætt hans. Röðull er ótrúlega 
skemmtilegur hestur, mjúkur á tölti og brokki og viljugur. Hann 
er ótrúlega stór og lítið fólk ætti því að passa sig ;-)
Mósi er bikkja. Nei, svona í gríni. Það nennir enginn að fara á 
hann. Hann er svo hastur á brokki en töltir vel. Hann heitir 
Mósi vegna þess að hann er móálóttur. Við notum alltaf 
stangir á hann. Enginn veit hvað hann er gamall en við 
giskum á að hann sé svona 22 eða 23 vetra gamall. Það er 
ekki hægt að smala á Mósa. 
Arna frá Eystra-Geldingaholti er 14 vetra og er rauð. Hún er 
mamma Prins og systir Tinnu og dóttir Krummu. Hún hristir 
sig MIKIÐ, við öll hlið í hverjum einasta reiðtúr. Það er gaman 
en torpedo finnst það ALLS ekki gaman. En torpedo er hvort 
eð er skrítin því hún gengur um með lambamerki um hálsinn. 
Þokkadís frá Hamarshjáleigu fylgdi með Birtu. Þokkadís er 
tunnuhestur en hún er líka smalahross torpedo. Enginn veit 
hvað hún er gömul. Þokkadís er móálótt og MJÖG feit. Hún er 
stundun kölluð “Holdanautið”. 
Tinna frá Eystra-Geldingaholti er 5 vetra og var tamin í vetur. 
Tinna er undan Krummu og IS1976157003 Hervari frá 
Sauðárkróki, þeim mikla höfðingja. Tinna er MJÖG eyrnastygg 
og það erfitt að beisla hana úti í haga. Tinna var tamin í vor og 
er mjög skemmtileg í reið. 
Svona er þetta nú hjá okkur. Það er nýbúið að fella han Ör 
gömlu, hún var orðin 27 vetra. Hún var búin að vera beinagrind 
í meira en ár og þess vegna var kominn tími til þess að fella 
hana. Eiríkur frændi, Óli Ís lögga og torpedo sáu um það. Ég 
heyrði samt hvellinn. En nú hvíli hún við hliðina á Fjarka hans 
Óla. 
Ég vona að ykkur hafi líkað lesturinn, 
kv. Pala