Langar að skrifa aðeins um hugarefni mitt.

Það eru til merkilega mörg grá hross sem hafa markað spor sín í hrossarækt og bara hestamennsku yfirhöfuð.

Til gamans má nefna.

Höfðingjann sjálfan
Hrímni frá Hrafnagili. Hann vann B flokk og tölt á Landsmóti hestamanna árið 1982. Einn af fáum sem hafa unnið báða flokkana.
Hann hefur verið krýndur Höfðingi allra Íslenskra hesta.
Enn þann dag í dag er hann merki um allt það sem gott á að vera í Íslenskri hrossarækt.


Kringla frá Kringlumýri. Hún vann einnig B flokk og tölt á Landsmótinu 1998, 16 árum á eftir Hrímni.
Hún er glæsihross hvað varðar hraða, glæsileika og fótaburð.
Hún er einnig merki um allt það sem Íslenskur hestur þarf að hafa.


Töfri frá Selfossi.
Töfri náði mjög góðum árangri á seinustu árum í kynbótadómum.
Fékk meðal annars níu á línuna fyrir alla hæfileika. nema skeið.
sjá meira. á http://www.tofri.is

Gustur frá Hóli.
Það er einn af hæfileikasta hross sem til er.. Og ég hef mikið álit á honum.
Hann er með 9.01 fyrir hæfileika.
Hann hefur gefið mörg góð hross. svo sem Kraft frá Bringu og margar fyrstu verðlaun merar.


Huginn frá Haga
Er annað gráa hrossið sem er með 9.01 í hæfileika.
hann hefur staðið vel í hæfileikadómi sem og keppnum.


Fannst þetta áhugavert.

endilega bætið við fleirum gráum hrossum.

Og Gleðileg Jól
Kveðja Randve
————————