Hér er smá fróðleikur sem ég fann á netinu og hélt að yrði sniðugt að setja inn hér =)


Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnanverðu Rússlandi og er talið að þeim hafi fyrst tekist að temja hesta.

Hestar eiga margt sameiginlegt með öðrum sléttugrasbítum. Þeir eru leggjalangir og geta náð miklum hraða og haldið honum lengi, líkt og algengt er meðal gresjudýra sem lifa við sömu vistfræðilegu aðstæður og villihestar gerðu í fyrndinni. Hestar hafa stór augu og mjög vítt sjónskyn. Það gerir þeim kleift að sjá rándýr og flýja í tæka tíð.

Franski dýrafræðingurinn Buffon greifi (1707-1788) kvað einu sinni uppúr að hesturinn væri dýrlegasti sigur mannsins yfir náttúrunni. Þeir voru jarðaðir við hlið Skýþíukonunga og faraóa Forn-Egyptalands. Hestar hafa veitt mörgum listamanninum innblástur, allt frá hellamálverkum frummanna til teikninga ítalska snillingsins Leonardó da Vincis og frá kínverskum höggmyndum fornaldar til nútíma myndlistar.

Þróunarsaga hestsins er einstaklega vel skráð enda hafa leifar hans og áa varðveist vel í jarðlögum. Fræðimenn telja að tegundir af ættinni Equidae hafi fyrst komið fram á Eocene tímabilinu fyrir um 50 milljón árum. Þessi tegund var frekar smávaxið hófdýr sem fræðimenn nefna Hyracotherium en er stundum nefndur Eqippus. Steingerðar leifar þessa frumhests hafa fundist á tempruðum svæðum Norður-Ameríku og Evrópu.

Frumhestararnir voru mjög ólíkir hestum eins og við þekkjum í dag. Hyracotherium var smávaxið dýr, 30-60 cm á hæð, og af tanngarði hans að dæma virðist hann hafa verið frekar ósérhæfður grasbítur, ólíkt nútímahestinum.

Þær meginbreytingar sem urðu á hestum frá frumhestinum Hyracotherium til hesta nútímans eru einkum aukin líkamsstærð, hestarnir urðu leggjalengri, heilinn varð flóknari og stærri, og miklar breytingar urðu einnig á hófum. Nútímahestar hafa eina tá á hverjum fæti ólíkt frumstæðum áum hans. Að lokum má nefna að snoppan lengdist en það er megineinkenni á andlitsfalli nútímahesta.

Kanski ekki lífsnauðsynlegt…en mér fanst gaman að lesa þetta =)
Kv. KoRitSi =D