Þol - styrkur - liðleiki Vöðvar hesta og manna eru eins og sömu lögmál gilda fyrir hesta og menn. Hestar fá harðsperrur eins og menn og þeir eru líka mis liðugir. Hver hefur ekki heyrt: “Þú verður að liðka hann til að bæta töltið.”?

Þegar farið er út í þolþjálfun er ekkert mikilvægara heldur en hvíldin. Vöðvarnir byggjast ekki upp þegar við eru að stytta þá og lengja á víxl (spenna-slaka) heldur þegar þeir eru í hvíld. Þess vegna má ekki ríða hesti of mikið. Það fer alveg eftir hestum hvað þeir þola mikla þjálfun. Bestu langreiðar og ferðahestar hafa gott af mikilli þjálfun en trippum er ekki æskilegt að ríða mikið. Þetta eru bara unglingar sem enn eru að vaxa. Hver hefur ekki heyrt að börn undir 15 ára megi ekki lyfta byrðum?

Með þolþjálfun þarf að fylgja liðleika þjálfun og styrkingaræfingar. Ég er ekki að tala um það að láta hestinn hlaupa með lóð heldur þarf hesturinn að “gefa bakið” (hann þarf þess reyndar alltaf) og vinna vel með afturpartinum. Gott er að ríða í tamningagerði og ríða slöngulínur, bauga og liðkandi æfingar yfir leitt. Þá liðkast hliðar hestisins og hann verður þægilegri í reið, verður þýðari á brokki og bakið verður sterkara.

Það er margt sem skiptir máli þegar maður þjálfar hest til fullkomunannar, ekki bara ætt hestsins.