Hvað er þolþjálfun?-
Þolþjálfun er þegar hesturinn er látinn brokka (virkar eins og skokk hjá okkur) og feta til skiptis í t.d. hringgerði. Það liðkar hann og styrkir upp á báðar hliðar og þol hans eykst. Hesturinn þarf að vera þolþjálfaður áður en maður lætur hann safna sér saman og tölta lengi þannig í einu. Annars fer honum aftur í þjálfun, verður daufur og alltaf að misstíga sig. Einnig má maður ekki ganga of nærri honum og ætla honum of mikið. Einn til tveir frídagar inn á milli eftir mjög krefjandi verkefni getur verið gott, sérstaklega ef það er mikil þolþjálfun. Þá fá vöðvar hans að jafna sig og verða þolnari í næsta skipti.

-Hvað er styrkleikaþjálfun?-
Það krefst mikils vöðvastyrks og vöðvaþols þegar hestur töltir mjög samansafnaður á hægri ferð. Íþróttamenn þurfa að styrkleikaþjálfa sig vel áður en þeir keppa, t.d. lyfta lóðum. Þá verða t.d. hendurnar sterkari! Samansafnað tölt er því styrkleikaþjálfun.

-Leiðbeiningar-
Farðu í fimigerði og liðkaðu hann. Liðleikaþjálfun er nauðsynleg til að varna slysum (t.d. reka sig í, grípa á sig, misstíga sig) en þessi þjálfun er einnig við lýði þegar hesturinn hleypur í hringgerði (hann hleypur í hringi og liðkast).

Æfðu hann vel á hægu stökki í gerðinu og einnig á vinnufeti (röskt fet). Þá liðkast hann. Leyfðu honum að feta á milli, ekki ofgera honum. Þegar hann er orðinn upphitaður og liðugur lætur þú hann tölta hægt upp af feti.

-Tölt-
Sestu vel í hnakkinn og fáðu hann á bakhlutann. Láttu hann tölta upp með girðingunni eða þvert/ská yfir völlinn, enga hringi. Notaðu fæturna til að vinna í honum og taumana til að halda honum við efnið og rétta hraðann. Þegar hann gerir rétt og nær jafnvægi skaltu leyfa honum að gera sjálfum. Ekki gera of mikið í einu, leyfðu honum frekar að pústa á feti inn á milli, ekki ofgera honum. Þetta á að vera skemmtilegt og einfalt, ekki erfitt og kvíðafullt.

Þegar þú liðkar hestinn á hann auðveldara með að tölta. Þú skalt varast að láta hann brokka mikið í reið, láttu hann brokka í fimigerði til að auka þol hans, annars skaltu láta hann brokka lítið. Láttu hann tölta mest á milliferð til að byrja með (auðveldast) og láttu hann tölta mjög hægt eða hægt inn á milli til að auka styrk hans. Hleyptu honum líka stundum og leggðu áherslu á að hafa reiðtúrana miserfiða.

ef´þið viljið vita einhvað fleira þá endilega sendið mér á hestastelpa_frosti@hotmail.com !!:D