Ætla aðeins að segja frá algengu vandamáli hjá unglingum-krökkum og hvernig á að lga það í stuttu vona að þetta hjálpi ;)
-Ákveðni-
Aðalhugsunin við ákveðinina er að fá hestinn til að gera það sem maður vill, en taka þó sam alveg fullt tillit til hans og reyna að skilja hugarheim hans. ''Var ég búin að kenna honum þetta eða ? Er þetta ekki nógu skýrt hjá mér? - ekki verða reið, vertu þolinmóður kennari. Hvernig kennara vilt þú hafa? Þannig hann sem æsist fljótt og skipar þér þegar þú skilur ekki - eða þann sem hrósar, er yfirvegaður og hjálpar þér að ná hlutunum? Þessi pæling en stór liður til að verða góður knapi! Mundu bara að ná fram því sem þú ætlar að gera - ekki gefa neitt eftir en mundu að þú mátt ekki skipa honum eða reiðast honum. Þú verður að vera þolinmóð því hann skilur svo takmarkað hvað þú vilt… en með réttri aðferð skilur hann. Vertu hugrökk, sterk og mundu að þú er sá sem stjórnar, hesturinn sem fylgir. Ekki gleyma því! Þú mátt alls EKKI láta hestinn detta yfir í þitt hlutverk. Hann fylgir, ÞÚ stjórnar!!!. Ef hann hrifsar völdin tekur þú á því með rólyndi og sýnir honum að ef hann stjórnar fer allt út um þúfur fyrir honum, hann græðir minna á því. Vertu þolinmóð og skilingsrík við hestinn - en jafnframt alltaf ákveðin. Ef þú einbeitir þér að því að setja þig í spor hestsins og vinna þína vinnu út frá honum kemur fljótt mikil næmni hjá þér sem hjálpar þér að vinna með hestinn
Svandis