Greiða faxið vel og það er fínt að nota Effol sem er ætlað í fax og tagl, því þá verður faxið mýkra og fallegra. Taka smá lokk, færa hann yfir makkann og flétta hann. Fléttan á ekki að vera mjög þykk og bara rétt tæplega 2 cm breið. Það er ekkert nausynlegt að flétta alveg niður allan lokkinn, og það er hægt að nota annaðhvort teyp eða teygjur í endann, en ég mæli alls ekki með teypinu, það er miklu auðveldara að nota teygjurnar og þær fara betur með faxið. Flétta fléttur niður allann makkann en ekki nema eina rönd í senn, þe ekki hafa fléttur ofan á hver annarri. Eftir viku held ég að það ætti að vera óhætt að taka flétturnar úr og flétta næstu rönd niður. Halda bara svona áfram þangað til faxið er orðið jafnt. Ég er ekki viss hvað svona fléttur mega vera lengi í faxi án þess að skemma það, en vika ætti að vera nóg til að venja það.
Svandis