Þetta var upphaflega svar við greininni hans kristjant en þetta var orðið svo langt að ég ákvað að setja þetta inn sem grein…

Vá hvað ég er ánægð að það skuli vera til svona tillitsamt fólk eins og kristjant var (segist vera hættur að stoppa núna)… En allavegan.. Þetta finnst mér þvílkík ókurteisi hjá hestafólkinu þarna, hérna í Rvk heilsa allir hvor öðrum hvort sem það er gangandi fólk eða annað hestafólk :) Ég alla vegan hef aldrei mætt neinum sem ekki hefur boðið góðan daginn!?!?!?!

Ég hef séð alltof marga stórslasa sig (detta af baki semsagt) eftir að einhver á vélsleða, fjórhjóli, mótorhjóli o.fl. hefur barasta gefið í framúr hestunum. Ég hef mjög oft riðið út í gegnum rauðhólana og þar, og þar eru alltof fáir bílar sem taka tillit til manns.

Einu sinni var ég í reiðtúr á yndislega hestinum mínum (sem ég talaði um í greininni “þunglyndur eða þrjóskur”), reiðtúrinn var allur búinn að ganga mjög vel þegar einhver fáviti tók blindbeygju á örugglega 50-60 km hraða á jeppanum sínum í hálkunni!! Ég hafði örugglega minna en sek til að ákveða hvað ég ætti að gera… ég var hægramegin á kantinum (svo hefði ég verið bíll hefði farið mjög illa) En allavegan þarna varð ég að treysta hestinum alveg 100% ! (þeir sem hafa lesið greinina “þunglyndur eða þrjóskur ættu að vita að þeð var MIKIL ákvörðun að treysta honum fyrir þessu) En allavegna ég hugsaði bara ”viltu plís ekki klúðra þessu" hesturinn tók svakaleg stökk til hliðar (næstum útaf veginum, það er mjög brött brekka hægra megin við götuna)ég lokaði bara augunum og heyrði bílinn nauðhemla og renna í örugglega 5-6 sekútntur. Vdeit ekki alveg hvað gerðist á næstu sekúntum hvað alveg frosin af hræðslu en þegar ég opnaði augun þá lá jeppinn alveg þvert yfir götuna !

Og viti menn fíflið sem keyrði bílinn flautaði á mig, gaf mér fuck merki og spólaði af stað í burtu ! Við það bilaðist hesturinn og rauk með mig smá spotta… Ég fór af baki á þegar hann stoppaði. Úr augum hestsins skein þvílkík hræðsla og ég var náttúrulega alveg í rusli því að reiðtúrinn hafði gengið mjög vel alveg þangað til þetta gerðist. Við (ég og hesturinn) stoppuðum í örugglega 20 mín og róuðum hvort annað niður.. Ég alveg guðslifandi fegin að hafa sloppið lifandi en var samt alveg í skapi til þess að berja þennan kall í klessu. En svo héldum við aftur heim á leið og allt gekk mjög vel en hann var frekar smeykur við alla bíla sem við mættum og svo líka þá sem sáust frá reiðveginum. Ég var mjög hrædd um að hann yrði hræddur við bíla alla tíð eftir þetta en hann var fljótur að jafna sig sem betur fer :)

Nú spyr ég ? Hvað finnt ykkur um bílstjórann á jeppanum ? Ég veit það að ég var ekki á reiðvegi en… Þetta er malarvegur þar sem gert er ráð fyrir 2 bílum. Ég var réttu megin á akreininni ! Ég er samt feginn að þetta var é´g á hesti en ekki manneskja í bíl því að þá hefði orðið harkalegur árekstur ! En mér finnst þvílkík ósvífni að flauta bara á MIG og sýna fingurinn og að spóla af stað var alveg punkturinn yfir i-ið !

Væri ánægð að fá einhver viðbröð við þessari grein ! Við eigum alltaf að sýna aðgát þar sem hestar gætu verið á ferð.