Jæja, nú þegar maður er að týna skeifurnar undan hrossunum og gerir sig klára í að taka inn tryppi á næstu mánuðum er ekki margir atburðir til þess að skrifa um.

Ég var strax farin að fyllast tilhlökkunar að taka inn árgang af 4 vetra tryppum, eldri tryppi, já og svo blessuðu keppinshestana.
Ég vonast eftir því einz og svo margir að við náum þeim árangri sem við stefnum að og komum inn á landsmót hrossum í kynbótadóm, kannski gæðingakeppni og fleira.
Það vill svo til að ég man ekki eftir landsmóti þar sem við áttum ekki hest í braut og ég vona að það breytist ekki á Gaddastaðaflötum.

En talandi um Landsmót, ákvörðun hefur nú verið tekin um landsmótsstaðinn 2006 (Vindheimamelar) og ég verð að segja fyrir mína hönd er ég mjög svo ánægð með ákvörðunina sem stóð þó verulega tæpt, en aðeinz 1 atkvæði skildi á milli.
En ég ætla að standa við þá skoðun að það sé best að byggja upp á þessum stöðum, heimsklassa aðstöðu en vissulega halda hinum völlunum vel við.

Ég skellti mér á heimsmeistaramótið í Danmörku í sumar og var það alveg rosalega skemmtilegt.
Þetta er ég fyrsta sinn sem ég fer á heimsmeistaramót íslenska hestsins og er staðráðin í því að skella mér aftur þarnæsta ár og vona að fleiri geri það, en það mun vera haldið í Svíþjóð.
Semsagt mjög ódýrt að fara..:)
Keppnisaðstaða var mjög til fyrimyndar, umgengni svæðisins hreint ótrúleg og það er margt sem Íslendingar mega læra af Dönum í mótahaldi líkt og þessu.

Það væri gaman að heyra frá fleirum í svipuðum dúr !! :o)

Með bestu kveðju:
Exciting
Með bestu kveðju: