Ef maður ætlar sér að verða góður knapi sem stefnir á mót og keppnir og svona verður maður að læra/temja sér um atriði til að allt heppnist.
1. Jákvæðni:
Knapinn verður alltaf að vera jálvæður vilji hann að hlutirnir gangi upp eins og á að gera!
Ef þú brosir framan í heiminn brosir heimurinn framan í þig :D Knapinn skal láta sér annt um dýr og menn og vera í sátt og samlyndi við aðra. Knapinn á ekki að renna öfundaraugum á manneskjuna í næsta húsi. Ekkert hatur og leiðindi. Að vera ánægður með það sem maður hefur skiptir öllu.
Jafnvægi:
Knapinn verður áð hafa frekar gott jafnvægi á hestinum. Ef ekki getur hann ekki ætlast til að hesturinn hafi gott jafnvægi á gangtegundunum s.s sitja kyrr á knakknum og fylgja hreyfingum hestsins gott er alltaf að fara í hringgerði og fá einhvern til að lonsera hestinn meðan knapinn situr á berbakt og lætur út hendurnar og gerir allskyns til að auka öryggi sitt og jafnvægi á baki. Stökkáseta er einnig mjög góð til æfingar á jafnvægi
Tækni:
Knapinn þarf að vita hvaða tækni hann á að nota til að t.d. fá hestinn til að stöðva, beygja, bakka og fleira. Hann þarf að vera opinn fyrir öllu og segjast aldrei vera bestur því þá þróast hann aldrei áfram.
Einbeitni:
Knapinn þarf að einbeita sér að því sem hann er að gera til að sjá árangur. Einbeitni fylgir ákveðni. Hann má ekki gleyma sér í samræðum við félaga og leyfa hestinum að lulla undir sér eða brokktölta. Hesturinn á að vera hreinn á gangi. Auðvitað á ekki að gilda heragi og hesturinn á ekki að ‘vinna’ eilíflega á öllum gangtegundum (t.d. endalaust hægasta hægt tölt) heldur hreyfa sig rétt.
Þessi 4 mikilvægu orð: Einbeitni tækni, jafnvægi og jákvæðni.
Ef þú tily fá hestinn þinn betri eru Gullnu reglurnar janf mikilvægar fyrir hann og þig! Knapinn er jákvæður og veit alltaf hvað hann ætlar að gera og það fær hestinn til að fá áhuga á reiðtúrunum.
kv. Svandis
Svandis