Sælir sælir,

Þá hafa samningaviðræður hafist um landsmótshald árið 2006. Stjórn LH hefur ákveðið að semja við Vindheimamela og við nú bíðum við bara og vonum. Þar sem LH hefur tekið þá ákvörðun að hefja viðræður við Vindheimamela tel ég þá vera að reyna að koma þeirri reglu á að LM verði aðeins haldið á 2 stöðum og er það mikið til hagsbóta fyrir alla aðila.
Ég skellti mér á LM á Vindheimamelum síðast og ég verð að segja að í fá skipti hef ég skemmt mér betur. Allt var til fyrirmyndar, skemmtiatriðin voru frábær og hestakosturinn gríðarlegur.
Á Hellu er öll aðstaða til fyrirmyndar nýbúið er að endurbyggja annan völlinn (minni völlinn) og er verið að vinna að endurbætum á þeim hinum (þeim stærri). Á Gaddstaðaflötum eru fyrirkomulagið á mótssvæðinu til fyrirmyndar. Þar þarf aðeins að labba um 5-10 metra til að komast á milli valla og er matskáli miðsvæðis og ágætist hesthús fyrir þá sem á því þurfa.
Það að halda LM á 2 stöðum gerir þeim hestamannafélögum sem eiga að sjá um mótin kleift að gera mótssvæðið frábært ef vel er að því staðið og allt viðhald er minna þar sem aðeins 4 ár líða á milli þess að mót að þeirri stærðargráðu sem LM er í staðin fyrir 8 ár.
Einnig er þá hægt fyrir Melgerðismela og Reykjarvík að gera mótsvæði sín frábær fyrir annarskonar mót.
Ég tel það mjög góða ákvörðun hjá LH að reyna að halda þessi mót til skiptis á 2 stöðum og sérstaklega á Gaddstaðaflötum og Vindheimamelum þar sem þau svæði eru vel miðsvæðis.
Hver er þín skoðun?

Kv, Sleipni