Að kenna hestinum að nota ákveðna gangtegund samkvæmt hljóðmerki:

Þetta er mjög þægilegt bragð til að kenna hestinum. Það auðveldar mjög fyrir tamningamanninum, en auðvitað verður hesturinn að hafa gengið í gegn um ákveðið mikla tamningu áður en þetta er kennt.

Tökum sem dæmi stökk, svona því það er auðveldast :þ
farðu með hann í hringgerði ef þú hefur kost á því annars bara það gerði sem þú hefur kost á. Slepptu honum lausum og “settu hann í gang”.(ég held þú þurfir að hafa hann bundinn í kassalega gerði eða búa til hring með böndum inn í kassalega gerðinu) Eftir að hann hefur hlaupið nokkra hringi stoppaðu hann þá og klappaðu honum. Farðu með hann á sama stað og hann byrjaði að hlaupa og snúðu honum í sömu átt og hann byrjaði. Segðu ,,Stökk" og um leið sláðu hann með písknum svo hann fari á stökk.(það verðu að gera með písknum svo hann læri þetta) Eftir 2 hringi stoppaðu hann með því að stíga fyrir framan hann og klappaðu honum. Farðu með hann aftur á sama stað í sömu átt og endurtaktu þangað til hann er farinn að hlíða hljóðmerkinu án þess að nota pískinn.
Gangi þér vel :)

Eitt verður að komast til skila, þú getur ekki ætlast til þess af hestinum að hann læri þetta endilega á einum degi og alls ekki má ofkeyra hann. Þetta verðu líka að kenna honum upp á báðar hliðar og svo væri gaman ef hægt væri að gera þetta á baki.