Góðir samhestahugarar.

Þar sem mér finnst of langt liðið síðan ég hef látið í mér heyra hef ég ákveðið að skrifa um skemmtileg brögð sem þið getið kennt hestinum ykkar ykkur og öðrum til skemmtunar. Sum geta meira að segja verið mjög nytsamleg.

Að kenna hestinum að koma þegar þú flautar:

Þetta er einkum nytsamlegt bragð fyrir hrossaeigandann að geta framkvæmt. Ég mæli ekki með að þetta sé kennt mörgum hestum í sama stóði því þá gætiru lent í vandræðum með að kalla á einn ákveðinn hest sem þig vantar.
Þú þarft að setja upp í hestinn beisli eða á hann múl, hugsa að beisli komi sér betur. Þegar Þú hefur komið því sem þú hefur ákveðið að nota fyrir á réttum stað stígðu þá frá hestinum, án þess að láta hann elta, eitthvað um eða yfir 5 metra.
Svo skaltu flauta og um leið kippa létt í tauminn sem ætti að fá hestinn til að koma til þín. Verðlaunaðu hann fyrir að koma og færðu þig svo frá honum aftur og endurtaktu þetta. Eftir að þú hefur endurtekið þetta nokkrum sinnum skaltu færa þig frá honum og flauta en prófaðu nú að kippa ekki, ef hann er farinn að fatta þetta ætti hann að koma til þín. Endurtaktu þetta þangað til hann er farinn að koma til þín þegar þú flautar án þess að kippa í.
Prófaðu þá að taka af honum beislið/múlinn og farðu solldið frá honum og flautaðu og þá ætti hann að koma til þín.
Ég mundi ráðleggja þér að gera þessa æfingu þar sem hesturinn hefur ekkert of mikið pláss en þó það mikið pláss að þú komist frá honum og að hann sé einn á þeim stað sem þú gerir æfinguna.
En svo seinna getur þú prófað að fara með hann út í stærra rími jafnvel út á tún og hann ætti að koma til þín, ef þetta hefur tekist, nema að hann heyri ekki í þér.

Framhald síðar…

Takk fyrir og gangi ykkur vel,
Sleipni