Jæja, loksins ætlum við að láta draum okkar rætast. Og mig langar að deila þessu með ykkur.

Þið verðið að fyrirgefa þó þetta sé líka auglýsing

Við höfum lengi verið í hestum, maðurinn minn er alinn upp í sveit (þar sem tengdaforeldrarnir búa enn) og hann alla tíð verið í hestum.
Nú við höfum verið eins og sjálfsagt 90 % þjóðarinnar, í vinnu hjá öðrum, alltaf að baksa fyrir einhvern annan. Draumurinn hjá mínum manni hefur lengi verið að fara út í sjálfstæðan rekstur, en einhvernveginn aldrei lagt í áhættuna.(og lengi nagað sig í handabökin)
Það er einhvernveginn öðruvísi að baksa fyrir sjálfan sig, heldur en einhvern annan, talsvert mikið meira sem maður er tilbúinn að leggja á sig. :)

Nú fyrir um 3 vikum sá ég tækifæri, og stakk því að kallinum, samt meira svona í gríni. Viti menn, kall stökk til (með talsverðri hvatningu ) og nú er komið að því , á mánudaginn fer hann suður (við búum semsé út á landi) að sækja græjurnar. Reyndar ekki þær sem við fórum til að skoða, en “örlögin” ? gripu í taumana, og við enduðum betra í höndunum en lagt var upp með í upphafi !

Það sem við erum að fara út í eru flutningar….. Við erum að kaupa Ford F-350 árgerð 2002 ( kemur á götuna 2003, og er nýinnfluttur) , eitt stykki flatvagn (svo hægt sé að flytja líka bíla, búvélar, o.þ.h) og eitt stykki 3ja öxla lokaðan vagn (sem nýtist til flutninga á ýmsu, s.s. búslóðum, bílum og ýmsu) til að byrja með verðum við líka með stóra 12 hesta kerru (mjög flott og vel með farin) meðan við erum að gera upp við okkur hvort það borgi sig að breyta lokaða vagninum (setja stíur í hann og glugga o.þ.h svo hann geti nýst sem gripavagn og hestakerra) við vitum ekki enn hvort hliðarnar í honum eru nógu öflugar, eða hvort það jafnvel borgi sig að vera bæði með hann og hestakerruna. Helst hefði maður náttúrulega viljað helga sig eingöngu hestunum, en maður verður líka að vera raunsær, og þess vegna erum við með hinar græjurnar með, þá erum við ekki of einhæf. Getum sem sagt flutt nánast hvað sem er. :)
Við byrjum núna í byrjun Okt, og höfum ákveðið að kalla okkur Eldfari (það þýðir, sá sem brunar áfram :) )

Við hefðum gaman af því ef við fengjum frá ykkur svona “feedback” , þ.e. hvað ykkur finnst.
Við munum reyna að aðlaga okkur að óskum viðskiptavinarins, svo allar ábendingar eru vel þegnar.
Okkar mottó verður Góð þjónsta, gott verð , svo hikið ekki við að leita tilboða.
Við erum semsé :

Eldfari-flutningar
(Hólmgeir og Hulda)
símar: 894-5348 og 464-4414
Og e-mailið hjá okkur er hraun@li.is (ennþá, því verður breytt fljótlega)

Með von um góðar undirtektir

Eldfari