Réttir 12.9.2003

Réttirnar eru eins og jólin hjá mér og fyrst það koma svona fáar greinar hér inn þessa daganna ákvað ég að dela með ykkur “jólunum mínum”.

Miðvikudaginn 10.9. byrjuðu réttirnar hjá mér. Ég renndi austur fyrir fjall og skellti hestakerrunni aftur í og tveimur hörku klárum frá afa mínum. Hélt svo áfram upp í Hrunaafrétt. Þegar ég var komin á áfangastað sem ég man aldrei hvað heitir, tók við bið eftir safninu sem átti að vera komið eftir 30 min. Þessar 30 min urðu svo að 2 tímum þegar fyrstu leitar menn fóru að sjást sem var nú ekkert greinilegt því það var komið kolniðamyrkur. Menn hestar og kindur voru orðin ansi þreytt og mennirnir eins og venja er blautir að innan sem utan. Þegar allt fé var komið inn í girðingu leitaði ég uppi gamla manninn (afa) og rúlaði með hann inn í sveit. Þar tók við nestissmurning og að sjálfsögðu blandað í brúsa. Svo var hoppað í háttinn.
Kl 7 morgunin eftir rendum við svo aftur inn í afrétt, náðum í klárana og kl 8 var fé sleppt af stað. Ég hélt mig aftast því þar vantaði mannskap við að reka. Tekið voru þrjár 1 klst pásur yfir daginn svo fé fengi að ná andanum og menn að svala hungrinu. Allir pelar voru bannaðir fram að annari pásu og báru flestir virðingu fyrir því. Yfir daginn fjölgaði stöðugt fólki sem kom ríðandi á móti safni og var það á öllum aldri og tók mis vel í pelann eins og gengur og gerist. Þegar fjölgar fólki þá fjölgar nú ekki alltaf smölurum því margur er þarna bara til að skemmta sér (sem er gott mál) og minkar því ekkert vinnann hjá smölurunum sem fóru af stað um morguninn. Ég ákvað því að vera ekkert að færa mig úr stað og gekk því með safninu mest allan daginn.
Við vorum kominn í Hrunaréttir um kl. 17-18 að ég held og skildum aftir klárana þar og vorum sótt. Þegar heim var komið beið okkar fjöldinn allur af ættingjum sem komin voru til að mæta í réttir daginn eftir. Stökk maður þá í heita pottinn með einn kaldan til að fá orku í kroppinn. Um kvöldið var svo spilað skrapple af unga fólkinu meðan kerlingarnar skáru niður grænmeti niður í þjóðarsúpuna.
Réttardagurinn rann upp frekar þungur en samt léttari enn spáð var í veðurfréttum. Hljóp ég niður í hesthús ásamt fleirum og lagt var á 14 klára og eina meri. Raðað var svo unga fólkinu á klárana sem voru nú flestir ekki fyrir þessa óvönu krakka sem koma einu sinni á hestbak á ári. Svo virðist sem hestarnir skynji hvaða dagur er í væntum og breyttast þannig að krakkarnir þurfa bara að halda jafnvægi og hafa tvo lykilmenn til að stjórna hópnum. Lagt var í hann og fór skrautlegur hópur í hlaði þann morgun.Riðið var á góðum hraða uppeftir og komum við svona örlítið of seint. Náðum við nú samt að draga töluvert fé í dilka og og þegar allt fé var komið í sína dilka sem var um 5000 fjár var hoppað í kaffi og fengið sér sneið af landsfrægu lagkökunni hennar ömmu. Hluti af mannskapnum náði í hestanna og hleypt var svo úr dilk. Það eru um 15 km sem þarf að reka heim að bæ og þá fær yngsta kynslóðin mest að sitja á baki. Stoppað er á einum stað á leiðinni sem heitir Hellisholt og þar er beygt út af veginum og farið meðfram Miðfelli. Þarna eru menn´og konur komnir ansi neðanlega í pela og hluti af mannskapnum fer heim í bílum, aðalega þeir sem eru með ungbörn og redda kjötsúpunni. Að ríða með fjallinu þykir mér skemmtilegasti parturinn því ég er vel reiðfær og fæ alltaf þá klára sem fáir geta riðið og hef því oft hest fyrir mig ef ég vil. Þegar komið er framm að bæ er stoppað og þeir sem eru riðfærastir fá hver sinn hest og riðið er með fé niður túnin. Þar er svo lömbinn flokkuð úr og rekin á annað tún. Svo er klárunum leyft að hlaupa heim eins og hratt og þeir geta.
Tekið er af þeim í hesthúsinu og hlaupa þeir þaðan fegnir að vera komnir heim niður á tún. Manskapurinn fer inn í hús og gæðir sér á dýrindis kjötsúpu og skellir sér í pottinn (í lotum þó). Sungið og hlegið er mikið og þegar líður á kvöld fara sumir að tínast í háttinn, yngri kynslóðin þá helst og sú eldri skellir sér á alvöru sveita og réttarball sem var að þessu sinni haldið í Árnesi með hljómsveitinni Pöpum. Því miður varð ég að sleppa balli og skella mér í bæinn út af námskeiðshaldi daginn eftir.
Þetta eru tveir skemmtilegustu dagar á árinu fyrir mér og aðeins einu sinni hef ég misst af réttum og þá fannst mér eiginlega ekki hafa verið neitt haust bara vetur og hugsa ég því með mikilli sorg að kanski á ég bara eftir að upplifa réttirnar tvisvar enn í þessu formi því gamli maðurinn á ekki eftir að vera með fé nema í eitt til tvö ár í viðbót.
Hinsvegar mæli ég hiklaust með þessu við alla hestamenn og þá sem hafa gaman af sveitinni að upplifa réttardaginn því þar sér maður litríkt og fjörugt fólk sem er þarna til að gera upp sumarið og skemmta sér í góðra vina hópi..
Ég vil samt taka það fram að þó að oft sé minnst á áfengi í þessari grein er eiginlega aldrei um ofurölvun að ræða einungis er þarna bara haldið sér í góðum gír.
Takk takk
Disa

Ps. ég veit að það eru stafsetningarvillur og það hefði verið hægt að setja þetta betur upp en ég læt þetta bara fara svona frá mér því mig langar til þess. Svo hafið skoðanir ykkur um uppsetningu vinsamlegast fyrir ykkur. Takk