Dómar. Dómar og ósætti er eitthvað sem er og verður alltaf á mótum, og þá legg ég áherslu núna á hestamótum.
Það er oft verið að finna nýjar og nýjar leiðir til þess að réttlæta dóminn og hafa hann sem samgjarnastann.

Þegar dómarar dæma, hvort sem er í íþrótta- eða gæðingakeppni er alltaf bundist á við skala sem dómarar fara eftir en getur hann oft orðið misjafn milli dómara sem gerir það að verkum að einkunnir verða oft misháar.

Ég get tekið sem dæmi, eg sjálf, á seinasta móti sem að ég keppti var ég að fá einkunn einz og 8.34 og upp í 8.55.
Þetta er nú ekki mikill munur miðað við það sem að stunudum kemur fyrir, en þetta er þó í senn leiðinlegt, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem að einn dómarinn kemur með tölu sem er miklu lægri en hinir 3 gáfu.

Já, hvernig er hægt að laga þetta..?
Ég ætla að styðjast við dómgæsluna á Heimsmeistaramótinu.
Hún var og er alveg mögnuð og lang réttlátust að mínu mati.
Það hljómar einhvernveginn í þá áttina að það eru 5 dómarar sem eru að dæma.
Einkunnir eru gefnar og lægsti og hærsti dómar eru teknir út og eftir standa þá þessir 3 inn á milli og já, nánast alltaf komu þar svipaðir og samgjarnir út.

Ég ætla að vona að einhverjir hafi skoðun á þessu, því ég vil endilega sjá álit sem flestra á svona hlut sem að skiptir, jú miklu máli.

Með bestu kveðju:
Exciting
Með bestu kveðju: