Mig langar aðeins að leggja svolítið undir ykkur:

Í sumar var ég mikið að ríða út hryssu sem er rosalega skeiðbundin. Enda fékk ég það verkefni að láta hana bara brokka.
Ég hugsaði með mér að það væri nú ekki svo mikið mál að fá hana yfir á brokkið, þar sem ég er mjög góð í því að fá hross yfir á brokk og mér hefur marg sinnis verið hrósað fyrir það hversu vel ég stíg brokkið.
Í fyrsta reiðtúrnum hamaðist ég við það að reyna og reyna að fá hana á brokkið en ég fékk ekki nema svona 4 brokkspor í einu og svo var hún aftur farin að lulla. Ég reyndi allar aðferðir sem ég kann en samt gekk mér mjög illa að fá hana á brokkið.
Ég veit að flestir hestar sem skeiða í hægagangi, skeiða yfirleitt ekki mjög hratt en hins vegar þá getur hún alveg farið yfir á flugskeið þó hún skeiði í hægagangi.
En nú hef ég mikið verið að hugsa: Hvers vegna verða sum hross svona bundin. Geta folaldseignir átt þátt í því? (Ég hef neflilega heyrt eitthvað um það einhvers staðar) Er hægt að laga svona bundin hross? Og hafið þið einhver ráð til að fá rosalega bundin hross til að brokka? Þá er ég ekki bara að tala um að færa sig framar í hnakknum til að stíga brokkið, ýta aðeins á makkann, gefa tauminn aðeins og fl.