Sveigjustöðvun er kennt strax í tamningu og er ráð til þess að hesturinn slaki á og oft notað til að stoppa hross sem lítið kunna á beysli og eru kannski í hug að rjúka.

Þessi aðferð er ekki notuð mikið þar sem að hún er ný en er kennd og notuð í af kennurum í Hólaskóla þar sem að ég lærði þessa aðferð.

Aðferð:

Notast er aðeins við eina hönd.
Hesturinn sveigður, þ.e.a.s. snoppa snertir ístað.

Gjarnan vill hesturinn hreyfa sig í hringi áður en hann stoppar, honum er það leyfilegt og það er bara að vera þolinmóður og halda áfram að hafa hann sveigðan, á endanum skilur hesturinn að það er best að stoppa (því þegar hann er stöðvaður er gefinn taumur), snoppa snertir enn ístað.

Ef að hesturinn ætlar svo að æða af stað um leið og taumur er gefinn á að halda áfram að leyfa honum að vera á hreyfingu en þó alltaf að halda honum í sveigju.

Það þarf alltaf að finna sáttarleið við hesta.

Í þessu tilviki fær hesturinn lausann tauminn ef að hann verður kjur á meðan á sveigjustöðvun stendur.
Með tímanum skilur hann að hann eigi að stoppa og tilgangurinn er að honum líði vel og sé sáttur í sveigjunni og fái í staðinn lausann tauminn.

Ég ætlaði bara aðeins að gefa ykkur litla mynd af sveigjustöðvun og vona að þið hafið haft gagn af lestrinum.

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: