Gári frá Auðholtshjáleigu Gári frá Auðholtshjáleigu finnst mér vera einn athyglisverðasti graðfoli í dag.
Hann er fæddur 1998 og er undan Orra frá þúfu (IS1986186055)og Limru frá Laugarvatni(IS1987288802)en bæði hafa þau hlotið frábæra kynbótadóma og átt fyrsta flokks afkvæmi.

Gári var fyrst sýndur 4 vetra á landsmótinu 2002 að Vindheimamelum og hreppti þar 1. verðlaun með einkunnina 8.29.
Síðan þá hefur einkunnin ekki gert neitt nema hækkað og var seinast 8.63 þegar hann var aðeins fimm vetra.

Gára er lýst sem mjög meðfærilegum hesti og var hann mjög auðtaminn.
Svo skemmir ekki fyrir honum að eiga systurina Vordísi frá Auðholtshjáleigu sem fékk 8.34 í aðaleinkunn.

Þau afkvæmi sem Gári hefur átt hingað til lofa öll mjög góðu og við getum búist við fullt af góðum hrossum undan þessari gersemi.
#16