Orri frá Þúfu Halló halló !!! Mig langaði aðeins að tjá mig um Orra frá Þúfu. Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ofboðslega lítið um þennan mikla gæðing, nema það að ég hef séð hann. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst hann MJÖG fallegur hestur og auðvitað væri gaman að eiga eitthvað undan honum, en þegar maður spáir aðeins meira í þessu þá er það kannski ekkert, því að hann á svo ótrúlega mikið af afkvæmum að það liggur við enginn alvöru hestamaður eigi ekki eitt stykki í húsinu sínu ! Mér finns vera búið að gera ALLT OF mikið út af þessum hesti. Auðvitað er hann fallegur og æðislegur og allt það og skemmtileg og góð afkvæmi undan honum… en er það samt ekki aðeins og langt gengið til dæmis með það að það er ekki farið á bak á honum ??? Aumingja Orri er orðinn að einhversskonar trúarbragði eigenda sinna (sem er by the way örugglega trilljón manns í “Orrafélaginu” eða eitthvað álíka). Það er mikið að fallegum stóðhestum í landinu sem eru undan Orra og ef þetta heldur svona áfram þá er kominn svo mikill skyldleiki á milli allra hrossanna hérna. Til dæmis ef einhver meri eignast hest undan Orra og sá hestur verður frægur þá hefur sama merin kannski eignast aðra meri sem hefur verið flutt í hinn endann á landinu og enginn veit hver er skyldur hverjum og þá gæti það alveg eins gerst að hesturinn færi upp á “hálfsystur” sína einhverntíman mörgum árum seinna :) Allavegan ég er eki að reyna að koma af stað rifrildi eða eitthvað svoleiðis, og auðvitað veit fólk OFTAST (en alls ekki alltaf) hverjum hestarnir þeirra eru skyldir. En hestarnir geta jú alltaf lent í röngum hönum og þá getur allur andskotinn gers :( Ég hefði gaman af því að fá einhver álit, svo ég viti að ég er ekki sún eina sem er búin að fá nóg af Orra :) (ekki illa meint)