Fyrir um 2500 árum var Póló leikið,af bæði körum og konum, í Persíu og Kína. Englinn annar leikur í heiminum gengur fljótar fyrir sig en Póló, en það er leikið á hraðastökki mestallan tímann.
Árið 1909 voru Bandaríkjamenn fremstir í flokki en þá unnu þeir Westchester verðlaunin og urðu ósigrandi. Árið 1930 voru svo Argentínumenn orðnir fremsta pólóþjóð veraldar.

Reglur leiksins:
Hestarnir geta verið af hvaða hæð sem er. Í hvoru liði eru 4 leikmenn og svo eru, í flestum tilfellum, 2 dómarar á hestbaki.
Og núna verð ég að copy/paste smá, það er erfitt að umorða þetta…
Völlurinn er 275x180 metrar að flatarmáli. Á hann er dregin miðlína og vítalínur 27, 36 og 108 metra frá hvorri endalínu.
Reynt er að skora sem flest mörk, helst á fullri ferð, með því að slá boltann milli markstanga sem eru 2 metrar á hæð og með 7,3 metra millibili. Þegar mark er skorað skipta liðin um stöðu á vellinum.
Leikmenn fá forskot, allt eftir getu. Í toppmarkaleik fær hvort lið 19 marka forskot, en milli 15 og 18 í meðalmarkaleik. (copy/paste endar)
Loturnar eru fimm eða sex í toppmarkaleik en annars fjórar og stendur hver lota í sjö og hálfa mínútu. Eftir hverja lotu skipta leikmenn um hest og hámark hvers hests í einum leik eru tvær lotur. Leikmenn mega ekki ríða fyrir eða rekast illa í annan leikmann, ef það gerist er víti dæmt. Það sem leikmenn mega hins vegar gera er að hrekja andstæðinginn frá boltanum eða krækja í kylfuna hans.

Pólóútbúnaður:
Nánast það eina sem hefur breyst með búnaðinn er að kylfuhausinn er endurbættur og hjálmar og hnjáhlífar eru notaðar.
Eftirfarandi hlutir eru notaðir í leiknum: Hanskar (til að hafa góða gripfestu), hjálmur (stundum með andlitshlíf), brún stígvél, hnjáhlífar, bolti úr víði og kylfa úr bambusviði.


Heimldir eru úr Stóru hestabókinni eftir Elwyn Hartley Edwards. Biblían mín.. neinei, segji svona :þ