Ég er nokkuð viss um að það séu ekki allir með á hreinu hvað hófsperra sé, mig langar þess vegna að fræða ykkur aðeins um hana því aldrei er of varlega farið :)

Hófsperra kemur út af bólgu sem sest á hófkvikuna. Þetta er ekki lengi að gerast og hesturinn virðist finna mjög til.
Hófsperra leggst ekki á afturfætur heldur á framfætur og þá oft báða í einu.

Þetta lýsir sér einhvernvegin þannig að hann setur þá afturlappirnar undir sig en framfæturnir verða alveg stífir og hesturinn teygir þá langt fram og hreyfir sig lítið sem ekki neitt.

Algengasta orsök er eins og oft áður ofát, t.d þegar þeim eru hleypt úr húsi og eru ekki á gjöf.

Þetta er að ég held frekar sýnilegt þannig að maður ætti að taka eftir þessu, hringja verður í dýralækni því að þetta getur haft varanlegar afleiðingar á hófinn sjálfann.

Gott er að kæla þetta á meðan með ísköldu vatni og halda hestinum frá öllu fóðri og takmarka einnig drykkjarvatn.

Þetta líður svo nær alltaf frá en það verður að hafa auga með hestinum og fara mjög varlega með hann.

Jæja, þá er þetta öruglega komið hjá mér og ég vona að þið hafið einhver not fyrir þetta, njótið vel :)

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: