hæhæ. ég vildi bara segja ykkur frá þessu….

klukkan 20:50 eignaðist ég hestfolald og var það mjög spennandi þar sem að ég sjálf hef ekki eignast folald í ja tæp 6ár.

ég var að fara að vinna þegar hringt var í mig og sagt að merin mín væri að kasta. þetta var jarpur fallegur foli, hann var mjög sprækur og fljótur að standa upp. ég stóð hjá þeim og var að taka fylgjuna af og hún kastar rétt við skurð sem betur fer vorum við þarna. ég ákvað að standa við skurðinn sem betur fer því að um leið og hann reynir að standa upp þá hrasar hann um þúfu og ég næ að grípa hann( munaði litlu að ég færi með ) svo ákváðum við bara að færa folaldið frá skurðinum og leyfa mömmunni að sleikja það þar.

hann leitaði fyrst til mín um mjólk eða eitthvað. þetta var mjög gaman. kl 22:30 voru 22 manns búin að koma og skoða hann. mikil upplifun í sveit minni. það var bara svo spennandi að geta séð nýkastað folald. ég sendi ykkur fljótt mynd af þeim. og endilega ef að þið hafið hugmyndir af nöfnum komiði endilega með þær.sjálf er ég með efst í huga DJÁKNI.

mamman er grá og pabbinn er sjálfur Þokki Þokkason frá Árgerði.jarpblesóttur.