Bæn hestsins
Gefðu mér að éta og drekka og gættu mín að loknu dagsverki
Veittu mér húsaskjól, hreinan og nægjanlega stóran bás í hesthúsinu.
Sýndu mér ástúð, talaðu við mig. Rödd þín og orð auðvelda mér að skilja taumhaldið. Nærgætni þína launa ég með vinnugleði og væntumþykju.
Rykktu ekki í taumana þegar á brattan sækir.
Beittu ekki svipunni þegar ég misskil þig, gefðu mér heldur tíma til að átta mig.
Ályktaðu ekki að ég sé latur eða óhlýðinn, ef ég uppfylli ekki óskir þínar strax. Ef til vill eru hófar mínir aumir eða reiðtygin fara ekki eins og skyldi.
Athugaðu tennur mínar, þegar ég veigra mér við að þiggja gómsæta tuggu, ef til vill meiðir einhver þeirra, þú veist hversu sárt það getur verið.
Hafðu ekki of stutt í múlnum og stífðu tagl mitt ekki stutt, þú veist það er mín eina vörn gegn flugum.
Og þegar að lokaáfanga dregur, kæri húsbóndi og ég get ekki þjónað þér lengur, láttu mig ekki líða hungur né kulda. Seldu mig ekki til framandi húsbónda sem lætur mig ef til vill líða hægfara hungurdauða.
Ó, vertu mér miskunnsamur, veit mér heldur sársaukalausan og snöggan dauða.
Heyr bæn mína og uppfylltu óskir mínar til hinstu stundar. Guð mun launa þér á efsta degi.
Amen

Mér finst þetta svo ótrúlega flott að ég er að deyja…þetta er akkúrað þaðsem við eigum að gera fyrir hestana okkar…reyndar ekki miklar líkur á að við förum að skera taglið á hestunum…allavega ekki á Íslandi….
En allavega ætla ég að gera mitt besta til þessa að uppfylla þetta!
Það eiga allir að vera góðir við hestana sína því að þú getur farið að bak hsetinum hvenar sem þú vilt og hesturinn mótmælir ekki…það er ekki hægt að gera svona við okkur því við byrjum strax að mótmæla ….
Að mínu mati er miklu meira spunnið í hestana heldur en okkur .. =)
Kv. KoRitSi =D