Núna nýlega var meri í hesthúsahverfinu þar sem ég er nýbúin að kasta.
Núna er folaldið ca 2 vikna og eigandinn setti þau í svona afmarkaðann skika á móti hverfinu(ég er í hátúni rétt hjá rauðavatni)

en allavega..allt í lagi með það en í gær þegar ég kom þangað voru bæði merin og folaldið farið.
Svo þegar ég kom niður í hesthús kom kall og spurði hvort ég nennti að koma og hjálpa honum að leita af merinni og folaldinu. Ég sagðist auðvitað vilja koma og hjálpa þannig að ég skellti mér bara á bak og reið í gegnum víðidalinn, niður með heimsendanum og alveg dágóða vegalengd þar en nennti því svo ekki lengur þannig ég fór bara niður í hús aftur.

Svo sona um klukkutíma seinna kom maðurinn á bíl og sagðist hafa fundið mæðginin og þá höfðu þau verið komin niður á SUÐURLANDSBRAUT!!
og sko ég er í hesthúsi við hliðina á rauðavatni!!

pæliði í vegalegnd!!! og það inn í miðjum bæ!!!
Þetta finnst mér nú bara segja sig sjálft að bærinn er farinn að þrengja ALLT of mikið af hesthúsahverfunum!!

eina hverfið sem er svona nokkurn veginn einangrað er Fjárborg og svo hverfið sem er við flóttamannaleiðina(hjá heimsenda og þar)

mér finnst að borgin ætti að geta lagt sitt af mörkum til að einangra hesthúsin aðeins betur því atvikið í gær hefði getað endað verr.
Það hefði þess vegna getað gert folaldið móðurlaust og þessvegna eitthvað barn móðurlaust!!
#16