Krafla er öll .. Heiðursverðlaunahryssan Krafla frá Sauðárkróki er öll. Krafla var leidd undir Hrym frá Hofi á mánudaginn var og átti að freista þess að flytja úr henni fósturvísir í aðra hryssu. Þegar Krafla var leidd undir klárinn, rifnaði hún að innan og varð að svæfa hana í kjölfarið. Þessir áverkar eru algengari en fólk heldur almennt og hafa krufningar leitt í ljós að nokkuð er um að hryssur sem drepist hafi í stóðhestagirðingum, hafi einmitt farist af þessum orsökum.

Krafla var fædd árið 1977 – nú 26 vetra gömul. Hún var með 8,26 í einkunn sem einstaklingur og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi hlaut hún á LM1998 og efsta sætið.
Undan Kröflu hafa komið gæðingar í röðum m.a. Katla, Kraflar, Smiður, Keilir og Samba, öll frá Miðsitju. Á síðasta sumri var tekinn fósturvísir úr Kröflu og færður í aðra hryssu. Það fyl var undan Orra frá Þúfu en hryssan sem fóstraði það, lét því í vetur og þar með endaði sú saga.

Þessi mikla ræktunarhryssa hvílir nú lúin bein heima á Miðsitju, þar sem hún var jarðsett í miðju hringvallarins sem þar er – með góðfúslegu leyfi nýs eiganda Miðsitju, Magnúsar Andréssonar. Jóhann og Sólveig höfðu verið búin að hugsa henni þennan stað og á næstunni verður legsteinn settur á gröfina til minningar um Kröflu frá Sauðárkróki.
(Tekið af www.eidfaxi.is)

Þykir mér leiðinlegt að þessi einstaka meri hafi endað ævi sína svona, þetta var auðvitað algjör gæðingur og gæðingamóðir að auki.
En þó eru til nóg af frábærum afkvæmum se geta haldið áfram að heiðra minningu móður sinnar, Kröflu frá Sauðárkróki.

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: