Í eftirfarandi grein ætla ég að fjalla um þann mikla gæðing Kveik frá Miðsitju.
Hann er fæddur árið 1986 og er því 17 vetra. Hann er í eigu Steingríms Sigurðssonar enn hann keypti hann árið 1999, ef maður fer inná eiðfaxa.is eru rangar upplýsingar gefnar um eiganda. Hann er brúnn, enn ég hef oft séð hann og vil ég kalla hann svartan. Hann er undan Gust frá Sauðárkróki sem er undan Sörla frá Sauðárkróki og Perlu sem er undan Eyfirðingi frá Akureyri. Hann er með 8,05 í byggingardóm og 8,44 í hæfileikaeinkunn, 8,5 á línuna og eina 9.
Ég er þess heiðurs aðnjótandi að fá að líta þennan gæðing augum oft þar sem að þessi hestur er í Gusti sama hverfi og ég. Hann er mjög fallegur og fór á sýningu í Skagafirði um daginn og stóð sig með prýði.
Þetta er mikill gæðingur sem hefur gefið marga góða hesta og mikla vekringa samt sem áður með mikið og gott tölt.
Frábær hestur með frábært geðslag.