Í gær, laugardaginn 3. maí var haldin ræktunarsýning á vegum Hrossaræktarsambands Suðurlands. Sýningin var haldin í reiðhöllinni á Ingólfshvoli og mér fannst hún takast afar vel. Kynnir var Hulda Geirsdóttir og margir bestu knapar landsins sýndu flottustu hesta landsins. Meðal knapa sem fram komu voru, Olil Amble, Bergur Jónsson, Brynjar Jón Stefánsson, Sigurður Óli Kristinsson, Vignir Sigurgeirsson, Daníel Jónsson, Jón Vilmundsson hrossaráðunautir auk margra annara knapa, landsþekktra og landsóþekktra.
Á sýningunni voru sýnd hátt í 80 hross, flest frá Suðurlandi en sum hross komu langt að. Til dæmis sýndi Ketilsstaða-búið sex hross, en Ketilsstaðir eru á Austurlandi.
Stóðhestasýning var í Gunnarsholti fyrr um daginn og komu efnilegustu hestarnir þaðan á þessa sýningu.
Þekktasti hesturinn sem kom fram var líklegast Kraflar frá Miðsitju (mæli með því Exciting að þú skrifir grein um þennan höfðingja).
Í síðasta atriði kvöldsins mættu stóðhesta frá Holtsmúla; Suðri, Sæli og Hvinur en Sæli varð stjarna kvöldsins þegar Olil Amble sýndi hvað í honum byggi og létt hann brokka um salinn. Brokkið í Sæla er ekkert venjulegt, fótaburður ÝKTUR og það er eins og framfæturnir stoppi í loftinu, það er ótrúlegt að sjá þetta.
Ég vorkenni öllum sem misstu af þessari sýningu vegna þess að hún var algert æði!!!!!!