Orri fæddist eins og nafnið ber um á Þúfu.
Ræktandi hans var eins og allflestra hrossa sem koma frá Þúfu, Indriði Ólafsson.
Orri var undan Dömu frá Þúfu sem féll skömmu eftir að hún átti sitt fyrsta og eina afkvæmi sjálfan Orra, og faðir Orra er Otur frá Sauðárkróki.
Orri fékk sinn hærsta dóm á Stóðhestastöðinni þar sem hann fékk 8.61 fyrir hæfileika og 8.08 fyrir byggingu og þar af 8.34 í aðaleinkunn.
Þar af fékk hann tvær 9.5 og þrjár 9.
Orra tókst líka að sigra B-flokkin á Landsmóti sem er eftirminnilegt þar sem að hann var ótrúlega flottur, fas, fótaburður, fegurð í reið og útgeislunin ótlýsanleg.
Orri er talinn vera besti kynbótahestur sem til er og er ekki hægt að draga í efa þegar maður sér afkvæmi hans á borð við Andvara frá Ey, Orm frá Dallandi, Roða frá Múla, Skorra frá Gunnarsholti, Rás frá Ragnheiðarstöðum, Nagla frá Þúfu, Strtsey frá Feti og marga aðra frábæra gæðinga.


Ég ætla að biðja þá sem eru með svokallaða öfundsýki út í Orra frá Þúfu að vera ekki að koma með skítkast út í hann og þá sem kalla hann bykkju að endurskoða orð sitt, eða það orð að kalla sig ,,hestamenn'' því allir sem eru viti bornir um hesta eiga að vita og viðurkenna að ekkert annað orð er til um Orra en gæðingur.


Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: