Ég ætla nú að fjalla um ungan og upprennandi stóðhest sem heitir Gaukur frá Innri-Skeljabrekku. Hann er móvindóttur gullfallegur graðhestur. Hann er undan Greip frá Miðsitju sem er undan Kormák frá Flugumýri II. Svo er hann undan Hrafnhettu frá Hvítárholti sem er undan Örvari frá Neðra-Ási. Hann er fæddur 1998. Og eigandi hans er Þorvaldur Jónsson. Hann er með ágætis kynbótadóm enn er með 7,89 í aðaleinkunn. (upplýsingar á hestar847 og stóðhestblaðinu.
Málið er að ég vann fyrir bróðir þess manns sumarið 2000 og þá fékk hann nokkur folöld undan honum og hélt einnig undir hann. Þau folöld sem ég sá voru gullfalleg og hann sömuleiðis þrátt fyrir ungan aldur. Folöldin voru flest móvindótt og mjög dökk með hvít augnhár og þetta var svo fallegt að maður stóðst þau engan veginn. Svo voru hreyfingarnar ekki af verri endanum og má þess geta að Þorvaldur keypti eitt folaldið af Gísla(bróður hans) þar sem honum fannst það svo fallegt, enda var það það.
Þetta er sagt um hann í lýsingunni um hann á hestar847:

Gaukur er einstaklega geðgóður og frjósamur.
Hrein skil á milli gangtegunda, auðtaminn.

Um 40% afkvæmanna eru móvindótt.
Þau hafa góðan fótaburð og léttleika.

Ég held að þetta sé hestur sem á eftir að gera góða hluti í framtíðinni.