Góða kvöldið kæru samhugarar.

Í dag stóð ég fyrir utan Smáralind og sá þá nokkurn hóp af hrossum koma eins og ofan úr hesthúsahverfi Gusts ef ég man rétt og hlaupa svo suður reykjanesbrautina. Það er eins og þau hafi sloppið úr gerði eða eitthvað og hlupu svo bara á einhverjum fjölfarnasta vegi landsins!
Er ekki byggð farin að þrengja aðeins of mikið að hesthúsahverfunum? Á ekki að reyna að fyrirbyggja svona t.d. með því að byggja ekki alveg svona nálægt hesthúsunum? Ég var einmitt að spá í það áður en ég sá hrossin koma hvort það væri ekki hræðilegt fyrir hrossin að þurfa að hlusta á borgarhávaðann allan liðlangann daginn. Persónulega mundi ég aldrei nokkurntíman hafa hesthús svona nálægt byggð. Hvernig verður þetta hérna eftir nokkur ár, Fákur kanski orðinn umkringdur íbúðarhúsum og verslunum og verulega farið að þrengja að Heimsenda? Mig hryllir við tilhugsunina og þakka Guði fyrir að þurfa ekki að búa við slíkt.
Leiðindamál þetta.

Kv, Sleipni