Ok ég veit ekki hvort að það hefur verið skrifuð grein um þetta mál áður en ég nennti ekki að leita í gegnum greinarnar til að gá að þvi. Ég ætla bara aðeins að segja nokkur orð um hvað mér finnst Íslendingar standa asnalega að útflutningi á hrossum.
Íslenski hesturinn er orðinn mjög vinsæl útflutningsvara en við Íslendingar gætum verið að græða miklu meira á þessu en við gerum núna. En það verður víst ekki aftur snúið með það úr þessu. Því að við seljum út hross, bæði merar og stóðhesta og með því erum við að minnka framtíðarsölu, því ef við myndum bara selja geldinga út þyrfti fólk að kaupa sæði eða hross héðan ef það vild fá fleiri hross af íslenska kyninu. Ég viðurkenni að þá værum við komin upp í svolítið stórar fjárhæðir fyrir fólk sem vildi eiga mikið af íslenskum hrossum en það væru margir tilbúinir til að borga þessar fjárhæðir. En eins og þetta er núna kaupiru þér bara stóðhest og meri eða tvær og getur bara ræktað þín eigin íslensku hross og jafnvel selt og það er alveg augljóst að við Íslendingar töpum á því ef það er hægt að fá góðan íslenskan hest í næsta nágrenni og þú þarft ekki að fara alla leið til Íslands til að kaupa hann.
En já þetta er amk mínn skoðun á málinu en reyndar voða lítið sem maður getur gert í þessu núna því það er búið að selja svo mikið af stóðhestum úr landi að fjöldi íslenskra hesta utan Íslands gæti verið orðinn meiri en á landinu sjálfu (ekki það að ég hafi neina hugmynd um tölur).