Sælt veri fólkið. Þá fer sumarið að byrja, tími kominn til að leita sér að góðum stóðhest (þótt fyrr hefði verið).
En hvað finnst ykkur um ræktunina undan Orra?
Sjálfur ber ég mikla virðingu fyrir Orra sem hesti, en ég er búinn að fá mig pakksaddan af stórræktuninni undan honum. Á landsmótinu í sumar mátti ef ég man rétt reka 49 hross til Orra frá Þúfu. Á ári hverju komust um 70 merar undir hann, en nú verða þær u.þ.b.140!
Viljum við að allur íslenski hrossastofninn verði kominn af einum hesti? Eigum við ekki að nýta okkur hestana sem bjóðast þarna úti sem hafa ekki tengsl við Orra svo við lendum ekki með eintóm systkyni hér á landi? Ég segi að það ætti að gelda hestinn núna, ég meina, hann er búinn að vera í notkun í u.þ.b. 15 ár! Við eigum að nýta okkur hestana sem bjóðast, hesta sem eru engu síðri en Orri og gera stofninn okkar flottann og vel kynbættann.

Ég fyrirgef lélega grein,
Sleipni