Ég hef tekið eftir því að fólk er eiginlega hætt að segja góðan daginn lengur þegar að maður mætist á hestbaki. Ég segi það alltaf og það er nú eins og sumt fólk móðgist ef maður segir það. Ég skil að maður nenni því ekki ef maður er að hitta 30 manna hópreið enn það er ekki mjög erfitt að segja það nokkrum sinnum í reiðtúr. Enda finnst mér það gefa létt og gott andrúmsloft. Ég gerði tilraun um daginn og sagði aldrey góðan daginn að fyrra bragði og það voru ekki margir sem sögðu góðan daginn. Þetta er rosalega leiðinlegt þar sem að þetta er stór þáttur af hestamennskunni, mannlegu samskiptin. Ég vona að fólk að þessi siður felli ekki út hjá hestamönnum í framtíðinni þó að allt stefni í þá áttina.
Segið þið góðan daginn? Stöndum saman og segjum "Góðan daginn,,.