Jæja, þar sem það er soldið (mjög) langt síðan ég sendi inn grein hér þá datt mér svona í hug að segja aðeins frá uppáhalds hestinum mínum… honum Árjarp :D

Árjarpur er rauðjarpur með mjóa blesu, hann er orðinn frekar gamall (tuttugu og eitthvað) en er fjallhress og fjörugur samt sem áður. Hann hefur verið góður vinur minn í nokkur ár og ég fer ALDREI á annan hest en Jarpakall (ég kalla hann það) ef hann er á svæðinu :)

Hann hefur næstum alla sína ævi verið í sveitinni minni út af sérstakri ástæðu, maðurinn sem átti sagði einfaldlega “Þessi hestur má aldrei stíga fæti út fyrir sveitina!” (eða eitthvað svoleiðis). Hann nefnilega fælist svo rosalega í bænum :(
Hann hefur farið 2x í bæinn, í fyrsa skiptið brjálaðist hann og þaut með knapann og henti honum af baki (minnir að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum… knapinn) og seinna skiptið var svipað ;) Þetta hefur verið þegar hann var á aldrinum 6-8 vetra.

Eftir þessar bæjarferðir var hann kallaður “Manndráparinn” og var frekar þekktur fyrir þann titil ;) En þá hóf hann nýtt líf í sveitinni, hann varð mjög vinsæll í hestaferðum og var oft rifist um að vera á honum :) Eftir nokkur ár breyttist titillinn í “Höfðinginn” og er hann enn þann dag í dag oft kallaður Gamli höfðinginn =D
Eftir þessar hestaferðir var hann orðinn algjör ljúflingur og góður barnahestur, allir óvanir voru látnir á hann.

Ég er ekki búin að vera lengi í hestunum en áhugi minn á þeim byrjaði þegar við keyptum þessa sveit. Ég var látin á Árjarp þegar ég var búin að prófa miljón hesta sem gætu hugsanlega orið framtíðarhestar fyrir mig… en ætli Árjarpur hafi ekki bara fæðst í þennan heim til að ég gæti fengið hann (neinei segji svona) En allavega þá urðum ég og Árjarpur fljótt bestu vinir og ég er næstum sú eina sem má ríða honum :D Hann er nefnilega enginn barnahestur lengur. Fáir trúðu mér þegar ég sagði að hann væri viljugur og alveg algjör gæðingur fyrr en frændi minn tók hann með í hestaferð og lét frænku mína undir hann, hann henti henni af baki svo frænka mín fór á hann (sem btw er vön) en hún treysti sér ekki til að vera á honum, þá fór frændi minn á hann og komst að þeirri lokaniðurstöðu að hann er alveg FRÁBÆR!!!

Ég veit ekki um fleira sem ég get sagt en ég er búin að segja næstum allt sem ég veit :)

Svo bara hvet ég ykkur til að segja frá hestunum ykkar!

Kv. Grímsla