Ég las einhversstaðar að folöld sem eldust upp í haga yrðu oft auðveldari meðhöndlun og gæfari. Ætti það ekki að vera akkurat öfugt??
Meina..tryppi sem hefur varla séð manneskju allt sitt líf, allt í einu tekinn inn á hús og settur í tamningu..!
ætli hann yrði ekki frekar hræddur heldur en gæfari…!
Það fer víst mjög mikið eftir hestum en ég var bara að velta þessu fyrir mér því tryppið mitt fer að byrja í svokallaðri
pre-tamningu núna í sumar og hann er búinn að vera í haga mest allt sitt líf…(var í húsi í 4 mánuði í vetur)
Hann er samt alveg þokkalega gæfur og allt þannig…!

en hvað finnst ykkur að sé hentugt að hafa tryppi lengi í haga?
Ég ákvað að hafa hann bara í haga þangað til næsta vetur og þá gæti ég nebbla byrjað að temja eitthvað að viti…en er það eitthvað verra fyrir hestinn? Að þá vera yfir vetur í haga..?
#16