Ég eignaðist fyrir nokkurm árum meri í skiptum fyrir annan hest. Þetta var falleg vængskjótt meri sem ég skírði svo Frumu. Hún var alltaf mjög eyrnafælin og hlýfði sér mikið í reiðtúrum, svo um vorið eftir að ég fékk hana setti ég hana út og ekkert með það. Enn um haustið þegar að ég kom ætli það hafi ekki verið seint í ágúst eða snemma í september, þá var hún komin með lítið sætt brúnskjótt hestfolald, ég skírði hann Töfra því að hann galdraðist til okkar. Hann var gullfallegur og fór mest á tölti hágengu og fallegu. Þetta var svo fallegt folald að ég hef sjaldan séð svona fallegt folald með risa stjörnu. Svo tókum við inn um mánaðarmótin nóv-des. Þegar að við tókum hann inn hafði merin ekki verið að mjólka neitt og hann hafði ekkert stækkað. Ég fór að gefa honum duftmjólk eins og ungabörn fá því að dýralæknirinn ráðlagði mér það og gaf og gaf honum allt sem hann gat torgað. Hann var rosalega blíður og góður var alltaf hjá manni því að hinir hestarnir vildu ekkert með hann hafa það var eins og þeir finndu á sér að það var einhvað að honum, það var hægt að halda á framlöppunum á honum, og hann kom oft með mér inní hlöðu og inná kaffistofu og maður gat látið hann leggjast og hann teymdist með manni, ég reyndi nefninlega að labba með hann um hverfið til að styrkja hann. En ekkert dugði og hann versnaði bara, þá var hann með beinkröm og ég og dýralæknirinn, Hörður sem reyndi allt sem hann gat fyrir Töfra enn ekkert virkaði, svo um vorið þá var hann hættur að labba á hófunu heldur lappaði hann á kjúkunum nánast. Ég var með annað folald inni á sama tíma og það var eins og svart og hvítt að sjá þau. Um haustið gat ég ekki horft uppá hann þjást lengur og hann var urðaður. Ég sé rosalega eftir honum og þetta var besta sál sem ég hef kynnst, ég var að vinna sjálfstætt við tamningar þetta ár og var hjá honum allan daginn og það var ömurlegt að horfa uppá þetta. Þegar að það var verið að fella hann hringdi dýralæknirinn og vildi endilega reyna einu sinni enn enn það var um seint. Nú er hann á góðum stað og ég vona að ég eignist eins ljúft folald og hann aftur einhverntímann.