Ég lenti í svolitlum hasar í dag. Ég fór í reiðtúr á hryssu sem ég þekki eiginlega ekkert, hún var sett undir mig og mér sagt að hún tölti mjög skemmtilega.

Jújú… Hún tölti skemmtilega en hún var rosalega óþolingmóð! Við vorum sko mörg saman og svo á leiðinni til baka þá varð hún rosalega… óþolinmóð og vildi ekki vera fyrir aftan neinn. Svo tók ein hesturinn upp á því að rjúka og mín spenntist öll upp og tók á rás ásamt tveim öðrum hrossum. Ég reyndi eins og ég gat að hægja hana niður og beygja svo upp í brekku þegar ferðin á henni var aðeins komin niður en við það rauk hún aftur upp á harða,harða stökk. Mér tókst svo að stöðva hana en hún gersamlega sprengdi sig á þessu.

Þetta var svolítið slæmt, ég meina hún hljóp dálítinn spotta með mig. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður… Kannski þegar ég var lítil (man samt ekkert eftir því) en ég hef alltaf getað stöðvað hross ef ég finn að þau ætla að rjúka með mig. Ég gerði mig að fífli og ég skammaðist mín ekkert smá. Fólk hefur haldið að ég væri eitthvert byrjendafífl sem réði ekkert við hryssuna.
Þetta var samt svolítið gaman… Uppáhalds gangurinn minn er stökk og það er ekkert yndislegra en að þjóta áfram. En svo var ég auðvitað skömmuð fyrir það að hafa ekki notað landslagið til þess að hægja á henni. Ég reyndi…

Ætli mínir dagar í hestamennskunni séu að líða undir lok? Að geta ekki stöðvað hrossið. Ég fæ eflaust líflausan og latan hest næst… EF ég fæ að fara með þeim aftur.