Elvis er 15 vetra hestur sem ég á. Hann er moldóttur og rosalega sætur, hann heitir Elvis því hann hristir alltaf hausinn þá er hann að ropa í lausu lofti ég hef aldrey séð hest gera það áður. Fyrir nokkrum árum fékk hann kvíslbandabólgu og ég þurfti að kvíla hann. Hann er mjög hágengur og flottur hestur, viljugur og skemmtilegur, hann er svolítið erfiður fyrst þegar að hann kemur inn því að hann er svo lífsglaður. Það tekur langan tíma að þjálfa hann upp út af fyrrum veikindum því maður vill ekki að þau fari af stað aftur. Dýralæknirinn skoðaði hann í fyrra og það er allt í lagi með hann.
Málið er að ég á svo mörg hross að ég hef eiginlega ekki tíma til að þjálfa hann upp og gera það sem er best fyrir hann svo að mig langaði að selja hann á sláturhúsaverði og leyfa einhverjum góðum knapa að eiga við hann, þetta er bara of góður hestur til að fara í sláturhús.
Einu sinni var pabbi í ferð með fyrirtækinu hans þar sem allir í fyrirtækinu fóru á hestbak og einn strákurinn fór á Elvis, hann var í svona X-18 gaddaskóm, svo datt hann af baki og festist í ístaðinu, enn þrátt fyrir mikla viljan í Elvis þá svarstoppaði hann og beið þangað til að strákurinn losaði sig stóð upp og fór aftur á bak. Þvílíkur öðlingur.
Endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga.