Hæ hæ ég ákvað að senda hér grein og var kannski að vonast til að þið getið gefið mér ráð. Málið er þannig að sonur minn á hest sem er 6 vetra. Hann ákvað að hann myndi heita Fagri Blakkur :) Bróðir minn er búinn að vera eitthvað með hann og reyna að temja hann en svo gat hann ekki haft hann lengur því að honum vantaði pláss og tíma til að temja hann. Svo að Blakkur (eins og ég kalla hann) var sendur til okkar. Hann var rosalega tensaður þegar hann kom og maður mátti ekkert tala við hann, ég hélt að það væri bara út af ferðinni. En við erum búin að vera með hann í tæpan mánuð og hann er ennþá voðalega tensaður þó að maður er alltaf að umgangast hann og leyfa honum að venjast okkur. Þegar við erum búin að vera mest allan daginn í hesthúsunum þá fer hann að róast en svo daginn eftir þá hagar hann sér eins og það sé ekki búið að eiga við hann í marga mánuði. Fyrir viku þá járnuðu þeir hann (kærasti minn og vinir okkar) en um leið og þeir byrjuðu þá tropaðist hann en svo gekk þetta á endanum. Um daginn þá fór kærasti minn á hann til að prófa að fara á hann utan gerðisins. Það byrjaði vel en svo allt í einu þá stakk hann sér niður og byrjaði að skvetta,hann ætlaði sér að henda kærasta mínum af baki og það tókst á endanum (hann hefur oft riðið ótemjum og aldrei dottið). Ég reyndi að ná honum og við hlupum á eftir honum og hann endaði í gerðinu. Við bundum hann við staur og kærasti minn lét hann hlaup í hringi. En það eru allir voðalega neikvæðir um hann og segja mér að setja hann í tunnuna og að hann verði aldrei barna hestur. En ég var að pæla hvað ég ætti að gera. Á ég að gefast upp á honum og setja hann í tunnuna eða reyna athuga hvort að það vilji einhver fá hann og skipta við þann aðila um betri hest eða selja hann ódýrt? Hvað finnst ykkur?