Ég er í svolitlum vandræðum. Málið er svona:

Vinkona mín þarf að selja hestinn sinn sem hún er búin að eiga í tvö ár. Hún er að selja hann vegna þess að hún stendur ekki undir kostnaðinum sem fylgir því að eiga hest og hún hefur ekki tíma. Ég var að hugsa um að kaupa hann af henni en núna er ég með svo mikið fjárútlát í gangi að ég er komin í vandræði. Nr.1 ég þarf að kaupa bíl. Nr.2 Ég þarf að kaupa nýjan hnakk. og í þriðjalagi er ég að fara á námskeið sem kostar mig helling.

Mig langar kaupa hann af henni en hún vill alls ekki selja hann fyrir minna en 160 þús. Ég veit vel að hann er ekki alveg hestur fyrir mig (ekki alveg nógu viljugur) en ef ég kaupi hann ekki þá ætlar einhver gaur að kaupa hann og selja út.

Þó hann sé ekki hestur fyrir mig, þá vantar mig hross til að setja undir vinkonu mína sem segist alltaf vera vön en þegar það á að fara á bak þá ræður hún ekkert við hrossin. Systir mín er líka óvön og það væri gott að hafa hest undir hana.

Ég er ekki tilbúin til að sleppa hestinum út úr landinu en ég hef ekki efni á því að kaupa hann. Vinkona mín er heldur ekki mjög hrifin af því að selja hann út úr landinu. Hann er dökk jarpur, mjög fallegur og vel reistur. Hann töltir vel en skeiðar ekki.

Hvað á maður að gera? Ég ætlaði að leita mér að hesti til að vinna eitthvað með í sumar þegar peningarnir væru farnir að streyma inn aftur (er í skóla ) en núna veit ég ekki hvort ég á að bíða þangað til í sumar og kaupa hest til að vinna með eða að kaupa mjög góðan reiðhest. Ég hugsa að fyrri kosturinn sé það sem allir myndu kjósa en þið hljótið einhvern tíma að hafa lent í því að þekkja fábæran hest sem er að vísu bara góður reiðhestur og þótt rosalega vænt um hann og aldrei vilja missa hann…. Þetta er akkúrat þannig til felli.
Kv. Animal