Jæja, þá eru littlu kútarnir okkar komnir í hús, en þeir eru nú orðir boltar á því að vera hreyfingarlausir.
Þegar við komum til Flúða að sækja þá þá voru þeir ekkert til í að fara með okkur.
En þegar þeir fóru inní hestaflutningarbílinn, voru þeir soldið tregir til, en það tókst að lokum, eins og gerist náttla alltaf.
Við tókum aðeins 7 hross inn, og þau voru alveg sársvöng þegar þau komu, og við gefum núna aðeins meira en er við hæfi í byrjun í hesthúsinu.
Þegar ég gaf fyrst, þá gaf ég þeim bara eðlilega, eins og við hæfir og ég tók eftir því að sum kláruðu ekki, og þá tók ég uppá því að kanna heyið, allt í lagi með það. En, þegar ég fór í gærkvöldi tók ég eftir því að það flæddi 1cm þykku vatnslagi á gólfið og svo um nóttina stoppaði rennslið, en í hesthúsinu gufaði þetta bara upp. Þannig að ég tók uppá því að setja heyið annarstaðar og kláraði að gera niðurfall fyrir vatnið sem lak inn.
Annars tókum við mjög lítið inn núna og ég á eftir að sækja hann Tind minn, en ég tek hann inn í Mars. Hann er í smá pásu núna, er búinn að vera á fullu undafarið sumar, og á því skilið smá pásu.
En í vetur þá skildum við að tvö hross sem er 16 og 21 árs og það er meri sem er búinn að vera með stráknum sínum í 16 ár og er ennþá utan í honum. Alltaf þegar ég fer í útrreiðartúr án hennar og er á stráknum, eins og ég kalla hann oftast þá hneggjar hún og hneggjar og strákurinn sperrir alltaf upp eyrun þegar hún hneggir.
En þau voru skilin núna að í hálft ár og hann hittir hana aftur í sumar :)

En svona er byrjunin hjá mér
Thorin.