jæja nú er ég að hugsa um að hætta í hestamennskunni og mig langar til þess að deila ástæðunum með ykkur.
Málið er að ég á frábæran hest. Ég eignaðist hann þegar ég var 10 ára og hann er tvímælalaust besti vinur minn. Hann er nú orðinn 15 vetra og er dauðþægur og töltir eins og honum sé borgað fyrir það. Hann er það góður að ég er komin með leið af því að ríða honum. Ég þarf varla að gera neitt á honum, hann lyftir ekki mikið svo að það er vonlaust að reyna að keppa á honum en hann er samt sem áður frábær ferða og smalahestur.
Núna í sumar var ég svo búin að finna trippi sem mér langaði mjög í, 3 vetra rauðblesótta meri en ég fékk ekki að kaupa hana því að bróðir minn var með tvo hesta í húsinu okkar og var að hugsa um að kaupa sér annan og hann gekk náttúrulega fyrir og ég fékk semsagt ekki plássið fyrir merina í mínu eigin hesthúsi. Nú er ég orðin hundleið á þessu, ég gæti náttúrulega alltaf selt hestinn minn svo ég kæmi nýjum hesti fyrir en mér þykir einfaldlega allt of vænt um hestinn minn til þess að selja hann, maður veit heldur aldrei hvernig fólk hugsar um hestana manns eftir að maður hefur selt þá.
Ég er alveg að fara að missa áhugann á því að ríða út þar sem ég er búin að vera að nota hestana hans pabba míns í allan vetur og þeir eru alls ekki skemmtilegir, svo fæ ég heldur ekki að breyta þeim og gera þá eins og ég vill hafa þá því að pabbi vill hafa allt eins og það er… ég má ekki einu sinni reyna að bæta þá.

jæja núna er ég hætt að kvarta, ég vildi bara leyfa ykkur að heyra það að hestamennskan er ekki alltaf dans á rósum.

Kv. Jenny